Bretland Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var í kosningaham þegar hann og Aksharta Murty eiginkona hans hittu stuðningsmenn í gær.
Bretland Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var í kosningaham þegar hann og Aksharta Murty eiginkona hans hittu stuðningsmenn í gær. — AFP/Chris J Ratcliffe
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði um helgina að þegnskyldu yrði komið aftur á í Bretlandi ef Íhaldsflokkurinn heldur völdum í almennu þingkosningunum sem eiga að fara fram 4. júlí næstkomandi

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði um helgina að þegnskyldu yrði komið aftur á í Bretlandi ef Íhaldsflokkurinn heldur völdum í almennu þingkosningunum sem eiga að fara fram 4. júlí næstkomandi.

Samkvæmt tillögum Sunaks myndu 18 ára einstaklingar velja á milli þess að ganga í herinn í heilt ár, eða að sinna þegnskyldu eina helgi í hverjum mánuði.

Innanríkisráðherrann James Cleverly sagði í viðtali á breska ríkisútvarpinu í gær, að þó að um skyldu væri að ræða, yrði engum gerð hegning fyrir að neita að taka þátt í þegnskylduvinnunni.

Breskir stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að tillagan væri líklega tilraun Sunaks til þess að setja skýr skil á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, en sá síðarnefndi er með um 20 prósentustiga forskot í flestum skoðanakönnunum.