Af slysstað Tildrög slyssins eru óljós, lögreglan fer með rannsókn.
Af slysstað Tildrög slyssins eru óljós, lögreglan fer með rannsókn.
Rúta með 27 farþegum valt út af Rangárvallavegi síðdegis á laugardag og voru sjö manns fluttir af vettvangi með þyrlu og slösuðust allir farþegar rútunnar misalvarlega. Þá voru þau öll flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ýmist á Landspítalann,…

Rúta með 27 farþegum valt út af Rangárvallavegi síðdegis á laugardag og voru sjö manns fluttir af vettvangi með þyrlu og slösuðust allir farþegar rútunnar misalvarlega. Þá voru þau öll flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ýmist á Landspítalann, Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Allir farþegar rútunnar eru félagar í Dynk, Lionsklúbbi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og var hópurinn í vorferð um Rangárvallasýslu þegar slysið varð. Rútan er í eigu rútufyrirtækisins GTS, Guðmundar Tyrfingssonar.

Hópslysaáætlun var virkjuð vegna slyssins ásamt samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Björgunarstarfið gekk vel að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Verið er að skoða orsök slyssins. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við mbl.is í gær að of snemmt væri að segja til um orsök slyssins. Starfsmenn Vegagerðarinnar skoðuðu veginn á laugardag og sáu ekki ummerki um að vegurinn hefði gefið sig.