Fimm daga danshátíðin Dansdagar fer fram 27. maí til 31. maí. Dagskráin samanstendur, skv. tilkynningu, af fjölbreyttum viðburðum, danstímum og námskeiðum, „sundballett exorcism“ með Ernu Ómars í Vesturbæjarlaug, listamannaspjalli og…

Fimm daga danshátíðin Dansdagar fer fram 27. maí til 31. maí. Dagskráin samanstendur, skv. tilkynningu, af fjölbreyttum viðburðum, danstímum og námskeiðum, „sundballett exorcism“ með Ernu Ómars í Vesturbæjarlaug, listamannaspjalli og opnu sviði þar sem verk í vinnslu verða sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Dansdagar eru samstarfsverkefni Dansverkstæðisins og Íslenska dansflokksins en markmið hátíðarinnar er sagt vera að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjálfun fyrir atvinnudansara, dansnemendur og dansáhugafólk. Dagskrána má meðal annars finna á Facebook-síðu Dansverkstæðisins.