Oleg Sínegúbov, héraðsstjóri í Karkív-héraði, sagði í gær að minnst sextán manns hefðu fallið og 43 til viðbótar særst í loftárás sem Rússar gerðu á borgina Karkív á laugardaginn, en þá skutu þeir eldflaugum á stóra byggingarvöruverslun í borginni

Oleg Sínegúbov, héraðsstjóri í Karkív-héraði, sagði í gær að minnst sextán manns hefðu fallið og 43 til viðbótar særst í loftárás sem Rússar gerðu á borgina Karkív á laugardaginn, en þá skutu þeir eldflaugum á stóra byggingarvöruverslun í borginni.

Áætlað er að um 200 manns hafi verið innandyra þegar árásin var gerð. Kviknaði mikill eldur og tók 16 klukkutíma að ráða niðurlögum hans. Eru mörg líkanna illa farin eftir eldsvoðann og höfðu Úkraínumenn einungis náð að bera kennsl á sex af líkunum sextán í gærkvöldi.