Kristín Haraldsdóttir fæddist á Húsavík 14. júní 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 18. maí 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Jóhannesson frá Klambraseli í Reykjahverfi, f. 1.9. 1898, d. 31.12. 1990, og Ásdís Baldvinsdóttir frá Hveravöllum í Reykjahverfi, f. 30.10. 1902, d. 27.7. 1989. Kristín var yngst fimm systkina, bræður hennar voru Jóhannes, f. 16.4. 1922, d. 30.3. 2002; Baldvin, f. 8.7. 1924, d. 5.7. 1943; Sigurður f. 30.1. 1926, d. 12.4. 2016; Haukur f. 17.9. 1928, d. 4.9. 2010.

Kristín ólst upp á Húsavík en flutist til Akureyrar rúmlega tvítug.

Hún gekk að eiga Stefán Samúel Bergmundsson, f. 9.10. 1927, d. 1.9. 2015, þann 26. desember 1953.

Foreldrar hans voru Bergmundur Halldór Sigurðsson, f. á Stað, Sléttuhreppi, 3.11. 1895, d. 2.3. 1954, og Stefanía Ágústa Stefánsdóttir, f. í Efri-Hlíð, Snæfellsnesi, 9.8. 1902, d. 24.2. 1982.

Þau hjón byggðu sér hús í Löngumýri 26 á Akureyri sem var þeirra heimili þar til þau fluttu í Lindasíðu 4 á Akureyri.

Eignuðust þau Stefán átta börn á 11 árum. Þau eru:

1) Bergmundur, f. 1953, eiginkona Kolbrún Tómasdóttir, f. 1958, d. 2010. 2) Baldvin, f. 1954, eiginkona Ásrún Ásgrímsdóttir, börn Birkir, f. 1983, og Gauti, f. 1991. 3) Haraldur, f. 1955, eiginkona Helga Steingerður Sigurðardóttir, f. 1954, börn Kristinn Freyr, f. 1976, Stefán Már, f. 1980, d. 2019, Sævar Ingi, f. 1984. 4) Sigríður, f. 1957, eiginmaður Kári Björgvin Agnarsson, f. 1957, börn Rakel Björk, f. 1980, Guðni, f. 1986, Ísak, f. 1996. 5) Ágústa, f. 1958, eiginmaður Albert Hörður Hannesson, f. 1960, börn Andri Hjörvar, f. 1980, Atli Jens, f. 1986. 6) Haukur, f. 1960, eiginkona Helga Halldórsdóttir, börn Halldór Elfar, f. 1981, Hrannar Atli, f. 1989. 7) Friðrik, f. 1962, eiginkona Kristjana Jónasdóttir, börn Hákon Freyr, f. 1981, móðir Nanna G. Marinósdóttir, Regína Rist, f. 1988, móðir og fyrri eiginkona Margrét Rist. 8) Ásdís, f. 1964, eiginmaður Torfi Jóhann Ólafsson, f. 1965, börn Ólafur Halldór, f. 1987, Kristín Helga, f. 1990, Baldvin Steinn, f. 1991, Stefán Karel, f. 1994.

Langömmubörnin eru orðin 22.

Útför hennar fer fram frá Glerárkirju í dag, 28. maí 2024, klukkan 13.

Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt, eftir skammvinn veikindi.

Ég kynntist henni fyrir um 50 árum, þá tók hún mig í sinn hlýja faðm með björtu brosi, og þannig var það æ síðan.

Með henni er gengin jákvæð og góð kona sem var einstaklega umhyggjusöm og kærleiksrík.

Ég sendi þér kæra kveðju,

nú komin er lífsins nótt,

þig umvefji blessun og bænir,

ég bið að þú sofir rótt.

Þó svíði sorg mitt hjarta

þá sælt er að vita af því,

þú laus ert úr veikinda viðjum,

þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti,

þá auðnu að hafa þig hér,

og það er svo margs að minnast,

svo margt sem um hug minn fer,

þó þú sért horfinn úr heimi,

ég hitti þig ekki um hríð,

þín minning er ljós sem lifir

og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sigurðardóttir)

Hvíl í friði.

Þín tengdadóttir,

Helga Steingerður.