Skriða Leitað var alla helgina að fólki.
Skriða Leitað var alla helgina að fólki.
Óttast er að tvö þúsund manns séu grafnir í aurskriðunni sem féll úr Mungalo-fjalli á þorpið Yambali á föstudag, að sögn almannavarna Papúa Nýju-Gíneu, sem óskuðu eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna í gær

Óttast er að tvö þúsund manns séu grafnir í aurskriðunni sem féll úr Mungalo-fjalli á þorpið Yambali á föstudag, að sögn almannavarna Papúa Nýju-Gíneu, sem óskuðu eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna í gær.

Leitað hefur verið dag og nótt að fólki í skriðunni alla helgina við erfiðar aðstæður en með hverjum deginum sem líður minnkar vonin um að finna fólk á lífi.

Sameinuðu þjóðirnar ætla að halda rafrænan krísufund með talsmönnum erlendra ríkja vegna málsins í dag. Áströlsk yfirvöld sögðu í gær að þau myndu senda neyðaraðstoð, en Bandaríkin, Frakkar, Japanir og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa einnig boðið fram aðstoð.