— AFP/Pierre-Philippe Marcou
Áður óþekkt málverk eftir ítalska endurreisnarmeistarann Caravaggio var afhjúpað í Prado-safninu í Madríd í gær. Málverkið er eitt af sextíu þekktum verkum eftir Caravaggio, en minnstu munaði að það hefði verið selt fyrir slikk árið 2021

Áður óþekkt málverk eftir ítalska endurreisnarmeistarann Caravaggio var afhjúpað í Prado-safninu í Madríd í gær. Málverkið er eitt af sextíu þekktum verkum eftir Caravaggio, en minnstu munaði að það hefði verið selt fyrir slikk árið 2021. Verkið var þá talið vera eftir Jose de Ribera, spænskan málara frá 18. öld, og hafði uppboðshaldari sett 1.500 evra verðmiða á verkið.

Spænska menningarmálaráðuneytið greip hins vegar í taumana og afstýrði því að verkið yrði selt vegna gruns um að málverkið gæti verið eftir Caravaggio, sem reyndist vera rétt eftir rannsókn. Nýr eigandi verksins er breskur ríkisborgari búsettur á Spáni og greiddi hann 36 milljónir evra fyrir verkið, sem sýnir blóðugan Jesús með þyrnikórónu rétt fyrir krossfestingu.