Norður ♠ KDG53 ♥ KG ♦ Á9 ♣ 9732 Vestur ♠ Á986 ♥ Á94 ♦ 10 ♣ G10864 Austur ♠ 4 ♥ 76532 ♦ D7543 ♣ D5 Suður ♠ 1072 ♥ D108 ♦ KG862 ♣ ÁK Suður spilar 3G

Norður

♠ KDG53

♥ KG

♦ Á9

♣ 9732

Vestur

♠ Á986

♥ Á94

♦ 10

♣ G10864

Austur

♠ 4

♥ 76532

♦ D7543

♣ D5

Suður

♠ 1072

♥ D108

♦ KG862

♣ ÁK

Suður spilar 3G.

„Hverju mynduð þið spila út frá gosa-tíu-áttu-sexu?“ Þremenningarnir voru komnir á bólakaf í bandarísku landsliðskeppnina, sem sýnt er frá á LoveBridge um þessar mundir. Markmiðið er að velja lið til að spila á World Bridge Games í Buenos Aires í haust. „Maður er alveg hættur að grynna í því hvað öll þessi mót heita,“ kvartaði Gölturinn, sem taldi þó víst að hann myndi spila út gosanum frá umræddum fjórlit.

Geoff Hampson varð sagnhafi í 3G og fékk út ♣6 frá Joe Grue – fjórða hæsta. Þegar Grue komst inn á spaðaás skömmu síðar spilaði hann ♣8 til baka (faldi fjarkann), eins og hann hefði byrjað með fjórlit (♣G1086). Hampson beit á agnið og sótti hjartaásinn frekar en að svína í tígli. Einn niður.

„Æ, þetta er bara hittingur.“ Gölturinn var óvenju skilningsríkur: „Austur gat átt hjartaásinn og vestur tíguldrottningu.“