Emmanuel Macron
Emmanuel Macron
„Evrópa þarf að „vakna“ og sjá einræðistilburðina sem eru að aukast,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti í Dresden í gær í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands, eftir að hann hafði heimsótt minnisvarða um helförina í Berlín

„Evrópa þarf að „vakna“ og sjá einræðistilburðina sem eru að aukast,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti í Dresden í gær í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands, eftir að hann hafði heimsótt minnisvarða um helförina í Berlín.

Tvær vikur eru þar til kosið verður til Evrópuþingsins og gefa kannanir til kynna að hægri flokkur LePen muni hafa betur en flokkur Macrons í Frakklandi. Sama má segja um Þýskaland þar sem hinn hægrisinnaði AfD-flokkur gæti haft betur en flokkur Olafs Scholz. Það gæti þýtt breyttar áherslur í Evrópusambandinu, m.a. í umhverfismálum í átt til meiri stuðnings við framleiðslu, öryggi og landbúnað og harðari afstöðu í innflytjendamálum.