Sigrún Magnúsdóttir, ekkja Páls Péturssonar alþingismanns, sendi mér góðan póst þar sem hún segist hafa verið að grúska í gömlum skjölum og myndum. Hún rakst þá á úrklippu í dóti Páls frá því hann varð fimmtugur

Sigrún Magnúsdóttir, ekkja Páls Péturssonar alþingismanns, sendi mér góðan póst þar sem hún segist hafa verið að grúska í gömlum skjölum og myndum. Hún rakst þá á úrklippu í dóti Páls frá því hann varð fimmtugur. Honum bárust margar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins og meðal annars eftirfarandi frá skólabróður sínum í MA, Halldóri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins:

Skreipur, háll'ann er sem áll.

Oft er gáll á Húnvetningi.

Er aðsjáll en síður þjáll.

Situr Páll hér fast á þingi.

Þeir hafa verið að kveðast á um forsetakjör Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson eins og rakið hefur verið hér í Vísnahorni. Enn orti Páll og sagði: Ég er kannski að bera í bakkafullan lækinn en úr því að Hjörtur svaraði vísu minni finnst mér ég skulda honum lokasvar:

Með vönd á lofti og vopnaskak

vörður Höllu ríður.

Ég mun kjósa Kötu Jak,

„hvað sem öðru líður“.

Nú hefur Ágúst H. Bjarnason blandað sér í leikinn: – Vinirnir Hjörtur Pálsson og Páll Bjarnason skiptast hér á góðum vísum. Það er kannski óvarlegt að blanda sér í kveðskap þeirra. „Hvað sem öðru líður“ datt mér þetta í hug:

Víst er það að Hirti hrýs

hugur við og svíður,

að Halla er engin heilladís,

„hvað sem öðru líður“.

Hér er limra af sama toga, – Óla Friðmey Kjartansdóttir yrkir:

Eitt veit ég okkur til bata

þótt ýmsir séu að pata

gráti og góli

með Gvendi á Hóli

Gerist öflugri hún Kata.

Og Gunnar Hólm Hjálmarsson:

Kvenmenn í kosningum dáðar

Katrín og Höllurnar báðar

Baldur er líka

með baráttu slíka

- þær eru því ekki ein-ráðar

„Forte“ á sunnudögum eftir Ólaf Stefánsson:

Þótt ég fari flott á pari,

fram úr skara varla neitt.

Orðinn bara' að inventari.

Er mitt svar af höndum reitt.

lambahjörðin ánægð skeit.¶Og uppfullur af vorsins skáldagleði:¶Ég skundaði í minn skáldagarð¶og skrældi rót við auðnarbarð,¶Andans mikla afurð varð¶afar skrítið lambasparð.¶Jón Gissurarson hefur orð á því að hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga hafi verið fimm og hálfur milljarður króna árið 2023.¶Finn ég bæði frið og ró¶fjarri önnum dagsins.¶Helst mig núna heillar þó¶hagur Kaupfélagsins.¶x¶Veldi þess og vænleik met¶vel það kann sitt fagið¶alla tíð því áfram get¶elskað Kaupfélagið.¶Magnús Halldórsson tíundar það sem er svona almennt séð og heyrt:¶Eftir margan framboðsfund,¶fjölmörg dæmin sanna,¶hve baknag virðist bæta lund,¶bestu stuðningsmanna.¶Öfugmælavísan:

Blýið er í borinn hent,

brennisteinn til veiða,

trúi eg oft sé tunglið brennt

Tjörunni maðkar eyða.