Plata söngkonunnar Beyoncé, Cowboy Carter, kom út fyrr í vor og sló meðal annars met á streymisveitunni Spotify. Lagið TEXAS HOLD EM er af plötunni og hefur verið mjög ofarlega á vinsældalistum

Plata söngkonunnar Beyoncé, Cowboy Carter, kom út fyrr í vor og sló meðal annars met á streymisveitunni Spotify. Lagið TEXAS HOLD EM er af plötunni og hefur verið mjög ofarlega á vinsældalistum. Platan er áttunda plata Beyoncé og er markaðssett sem kántríplata þó það megi finna popp, rokk og blústónlist á henni. Cowboy Carter hefur slegið met þetta árið fyrir Spotify, engri plötu hefur verið streymt jafn oft á einum degi á árinu. Þetta var einnig fyrsta kántríplata ársins sem hefur náð slíkum árangri. Lestu meira á K100.is.