Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á Íslandi er ekki um annað rætt en forsetakjörið næstu helgi, enda allt í húfi: skýr framtíðarsýn og gildi þjóðarinnar, brúarsmíð kynslóða og mögulega sjálft lýðveldið í hættu! Það veldur því nokkrum vonbrigðum að fletta alþjóðapressunni og fá ekki séð að nokkur erlendur miðill – allt frá Los Angeles Times til Lofotposten – sýni þessum sögulegustu kosningum Íslandssögunnar minnsta áhuga.

Á Íslandi er ekki um annað rætt en forsetakjörið næstu helgi, enda allt í húfi: skýr framtíðarsýn og gildi þjóðarinnar, brúarsmíð kynslóða og mögulega sjálft lýðveldið í hættu! Það veldur því nokkrum vonbrigðum að fletta alþjóðapressunni og fá ekki séð að nokkur erlendur miðill – allt frá Los Angeles Times til Lofotposten – sýni þessum sögulegustu kosningum Íslandssögunnar minnsta áhuga.

Er þó nóg rætt um mikilvægi þess fyrir heimsbyggðina að rödd Íslands heyrist. Í leiðara Viðskiptablaðsins er efast um að það sé vel grundvallað og tínt til að í kappræðum efstu forsetaframbjóðenda á Stöð 2 hafi meiri hlutinn virst telja Ísland hlutlaust ríki eða ætti a.m.k. að vera það og óráð að senda Úkraínumönnum annað en plástra í „sókn“ þeirra gegn Rússum!

Þar hefði Jón Gnarr verið „aðeins annar tveggja frambjóðenda í salnum til þess að gera sér grein fyrir að íslensk stjórnvöld reka ekki hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og standa þéttilega við bak Úkraínumanna ásamt helstu vinaþjóðum innan og utan NATO […].

Einhverjum kann því að þykja það gráglettni sögunnar, að það skyldi vera Katrín Jakobsdóttir, sem þar talaði af mestri einurð, ábyrgð og raunsæi um samstöðu vestrænna lýðræðisríkja í varnar- og öryggismálum, hvers vegna Íslendingum bæri að leggja Úkraínu lið og standa með vinaþjóðum og bandamönnum vörð um frelsið.“