Heiður Ísland er sögusviðið í bókum rithöfundarins Joachims B. Schmidts.
Heiður Ísland er sögusviðið í bókum rithöfundarins Joachims B. Schmidts. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Joachim B. Schmidt hlaut hin þýsku Glauser-verðlaun við hátíðlega athöfn í Hannover 18. maí fyrir bókina Kalmann und der schlafende Berg, sem í íslenskri þýðingu ber heitið Kalmann og fjallið sem svaf

Joachim B. Schmidt hlaut hin þýsku Glauser-verðlaun við hátíðlega athöfn í Hannover 18. maí fyrir bókina Kalmann und der schlafende Berg, sem í íslenskri þýðingu ber heitið Kalmann og fjallið sem svaf. Verðlaunin hafa ekki áður verið veitt Íslendingi.

Verðlaunin veita þekkt samtök um glæpasögur á þýsku, sem nefnast Syndikat, og í umsögn dómnefndar segir að í bókinni verði „ein ljúfmannlegasta og áhrifaríkasta persóna glæpabókmennta samtímans“ öðru sinni á vegi lesandans. „Með kraftmiklum dráttum leiðir höfundurinn okkur inn í hráa, myndræna náttúru Íslands og líf íbúa landsins. Með hárnákvæmu orðavali fær hann okkur til að undrast, stynja, hlæja og skjálfa með hetjunni sinni,“ segir í umsögninni, sem lýkur með þessum orðum: „Joachim B. Schmidt, þú ert undursamlegur rithöfundur.“