Helgi Ólafsson
Helgi Ólafsson
Helgi Ólafsson stórmeistari varð hlutskarpastur eftir harða og skemmtilega hraðskákkeppni á Wessman one-bikarnum sem fór fram á Cernin Vínbar í fyrradag. Stjórnendur hlaðvarpsins Chess After Dark skipulögðu mótið og nutu þar stuðnings Mason Wessman og Cernin Vínbars

Helgi Ólafsson stórmeistari varð hlutskarpastur eftir harða og skemmtilega hraðskákkeppni á Wessman one-bikarnum sem fór fram á Cernin Vínbar í fyrradag. Stjórnendur hlaðvarpsins Chess After Dark skipulögðu mótið og nutu þar stuðnings Mason Wessman og Cernin Vínbars.

Helgi var einn af fjórum stórmeisturum sem skráðir voru til leiks, en alls kepptu ellefu manns á mótinu. Tefldu allir við alla, en úrslit réðust í útsláttarkeppni. Lagði Helgi Magnús Örn Úlfarsson í úrslitaleik mótsins.