— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tíu forsetaframbjóðendur tóku sig til í gær og glímdu við nokkrar einfaldar þrautir í Brimi við Grandagarð. Allar tengdust þrautirnar sjávarútveginum, en sjómannadagurinn verður haldinn á sunnudaginn

Tíu forsetaframbjóðendur tóku sig til í gær og glímdu við nokkrar einfaldar þrautir í Brimi við Grandagarð. Allar tengdust þrautirnar sjávarútveginum, en sjómannadagurinn verður haldinn á sunnudaginn. Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs stýrði keppninni.

Áttu frambjóðendurnir m.a. að bera kennsl á nokkrar fisktegundir, sýna getu sína í að hnýta hina ýmsu hnúta sem sjómenn þurfa að kunna skil á og að klæða sig í sjógalla. Þá þurftu forsetaefnin einnig að svara ýmsum spurningum um sjómennskuna.

Helsta keppnisgreinin var hins vegar sú að flaka fisk og sýndu frambjóðendurnir tíu skemmtilega takta við „flökunarborðið“ jafnvel þótt fæstir þeirra hefðu haldið á flökunarhníf áður.