Tónlist Tólf verk eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár.
Tónlist Tólf verk eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. — Ljósmynd/Gemma Warren
Tillnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 voru birtar í gær. Þau Helgi Guðmundsson tónskáld og djasstónlistarkonan Laufey voru tilnefnd fyrir Íslands hönd. Tólf afar fjölbreytt verk eru tilnefnd í ár líkt og fram kemur í…

Tillnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 voru birtar í gær. Þau Helgi Guðmundsson tónskáld og djasstónlistarkonan Laufey voru tilnefnd fyrir Íslands hönd.

Tólf afar fjölbreytt verk eru tilnefnd í ár líkt og fram kemur í fréttatilkynningu og má þar nefna djass- og þjóðlagaplötur ásamt kvikmyndatónlist, sinfóníum og konsertum eftir norrænt tónlistar­fólk. Í ár renna verðlaunin til tónskálds en þau eru til skiptis veitt núlifandi tónskáldi og tónlistarhópi eða -flytjanda.

Verðlaunahafinn verður kynntur hinn 22. október. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á hátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.