Patreksfjörður Heimafólki var boðið að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags.
Patreksfjörður Heimafólki var boðið að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags. — Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Nú standa yfir íbúafundir um alla Vestfirði þar sem heimafólki er boðið að borðinu til að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags og Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029. Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, segir markmiðið vera…

Nú standa yfir íbúafundir um alla Vestfirði þar sem heimafólki er boðið að borðinu til að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags og Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, segir markmiðið vera að virkja íbúana en fyrsti fundurinn var haldinn á Patreksfirði í fyrradag. Hún segir fundinn hafa verið vel sóttan og gengið vel, umræður mjög virkar.

„Við bjóðum upp á barnapössun meðan á fundunum stendur til þess að taka þá afsökun út,“ segir Sigríður Ólöf en eftir fundinn á Patreksfirði voru grillaðar pylsur.

Orku- og samgöngumálin eru mikið til umræðu fyrir svæðið og ekki síður menningin, umhverfis-, loftslags- og skipulagsmálin.

Næstu fundir verða haldnir í dag í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og síðan á morgun í Félagsheimili Hólmavíkur og Reykhólaskóla.

Allir fundirnir hefjast kl. 16:30.