Ásgerður Halldórsdóttir
Ásgerður Halldórsdóttir
Hún er skarpgreind og ósérhlífin. Með hugrekki sínu mun hún standa vörð um frið og mannréttindi.

Ásgerður Halldórsdóttir

Katrín Jakobsdóttir er sá forsetaframbjóðandi sem ég treysti til að segja „nei“ og nota málskotsréttinn því hún mun standa vörð um okkar grunngildi. Hún er og verður áfram öflugur málsvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi verði hún kosin forseti. Hún mun nýta sinn kraft og hugrekki til góðra verka.

Ég kynntist henni í starfi mínu, fyrst sem menntamálaráðherra og síðan forsætisráðherra. Ég tók strax eftir heilindum hennar og hvað hún var ávallt vel undirbúin fyrir þau málefni sem til umræðu voru. Hún verður öflugur málsvari þjóðarinnar.

Hún er skarpgreind og ósérhlífin. Með hugrekki sínu mun hún standa vörð um frið og mannréttindi. Hún hefur starfað fyrir þjóðina sem þingmaður og ráðherra til fjölda ára og veit hvað lýðræði og jafnrétti skiptir fólkið í landinu miklu máli.

Katrín hefur þau grunngildi að leiðarljósi sem skipta þjóðina máli. Því mun ég kjósa hana 1. júní nk. sem forseta Íslands.

Höfundur er fv. bæjarstjóri.