Þeir halda áfram að kveðast á um forsetakosningarnar Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson. Hjörtur kveður: Þegar á kjörstað þjóðin skundar þétt á velli og glöð í lund óska vinir Höllu Hrundar að hennar bíði óskastund

Þeir halda áfram að kveðast á um forsetakosningarnar Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson. Hjörtur kveður:

Þegar á kjörstað þjóðin skundar

þétt á velli og glöð í lund

óska vinir Höllu Hrundar

að hennar bíði óskastund.

Á Boðnarmiði þakkar Friðrik Steingrímsson fyrir allar kveðjurnar:

Inn í nýjan áratug

æviklukkan tikkar,

þakka ég af heilum hug

hlýjar kveðjur ykkar.

Það var í fréttum að svín væri í óskilum á Akureyri. Bjarni Jónsson yrkir:

Ef á götu sérðu svín

sjálfsagt eru fleiri

Heilsaðu þá heillin mín

„halló Akureyri“.

Það er vorhugur í Gunnari J. Straumland:

Þegar hreti þrýtur önd

þulur vetrar flýja

fegið setur sól á lönd

sumartetrið nýja.

Ólafur Stefánsson er í sólskinsskapi: Þá er vorið komið loksins í sveitina mína við hálendisbrúnina og þá ber að fagna því:

Það er sprettur í sprettunni núna,

og sprúðlandi vöxtur túna,

Öspin yfir nótt,

fær ærna grænku sótt,

og sótsporið sunkar því núna.

Limran Slepp eftir Gunnar J. Straumland:

Frábært er fiska að seiða,

en forboðið laxa að deyða.

Vont er að hreppa

veiða og sleppa

en slæmt er að sleppa að veiða.

Limra eftir Benedikt Axelsson:

Í upphafi allt var skapað

og ekki að neinu hrapað.

Rauða hafið er rautt

og það dauða dautt,

en enginn veit ennþá hver drap að.

Fimmta riddarasaga eftir Hrólf Sveinsson:

Frú Gunnvör kom ríðandi á geit

og glotti mjög undirleit,

því hún var að meta

hvort hún ætti að éta

þann vesling og verða feit.

Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir:

Mannsævin er misjafnleg

margir um villu hnjóta.

Aðrir ganga auðnuveg

ólán síður hljóta.Mér ég fleygi fyrir björg,fríða, ljúfa, kæra Björg,ef þú gefur enga björgúr ástar þinnar fingurbjörg.Næturvers:Eg er hissa hreint á bví,hvað minn kroppur þjáist.Rúmið pissa eg verð íutan koppur fáist.Einar Sæmundsen kvað:Ég við mína sálu sver,- síst skal undan hopa:Glaður ég til fjandans ferfyrir viskídropa.Árni Pálsson orti á góðri stund:Enn þá gerist gaman nýtt,gnótt er í kjallaranum.Nú er geðið glatt og hlýttí gamla svallaranum.Í stjórnmálunum – gömul vísa:Allt er mælt á eina vogí því svarta skýi:Helmingurinn ýkjur ogafgangurinn lygi.Símon Dalaskáld kvað:Ástin bjarta ertu fráuppheims friðar sölum,en heiftin svarta fúl og fláfjandans eitur-dölum.Öfugmælavísan:Eldinn gjósa úr svelli eg sá,saman frjósa glæður heitar,skugga af ljósi líta má,laxar kjósa sig til beitar.