Efnileg Kári Egilsson og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir tónlistarmenn hlutu verðlaunin. Á myndinni eru þau ásamt skáldinu Þórarni Eldjárn.
Efnileg Kári Egilsson og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir tónlistarmenn hlutu verðlaunin. Á myndinni eru þau ásamt skáldinu Þórarni Eldjárn. — Morgunblaðið/Eggert
Tveir ungir tónlistarmenn hlutu verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara á mánudag. Það eru þau Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir (f. 2000), söngkona, fiðluleikari og hljómsveitar­stjóri, og Kári Egilsson (f

Tveir ungir tónlistarmenn hlutu verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara á mánudag. Það eru þau Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir (f. 2000), söngkona, fiðluleikari og hljómsveitar­stjóri, og Kári Egilsson (f. 2002) píanóleikari. Þau hlutu hvort um sig 1.250.000 krónur úr sjóðnum.

Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum er margt spennandi fram undan hjá þessum efnilegu tónlistarmönnum og verða þau bæði við nám erlendis næstu misserin. Ragnheiður Ingunn hlaut nýverið inngöngu í Tónlistarháskólann í Ósló þar sem hún mun stunda nám í hljómsveitarstjórn. Kári Egilsson er hins vegar við nám við Berklee College of Music í Boston og hóf þar skólagöngu haustið 2022. Hans þriðja hljómplata er síðan væntanleg á næstunni.

Þetta er í fjórtánda sinn sem úthlutun úr sjóðnum fer fram og hafa þá samtals 19 framúrskarandi ungir tónlistarmenn hlotið viðurkenninguna.