Kristján Pálsson
Kristján Pálsson
Það er ekki sjálfgefið að eiga jafn frambærilega konu í embættið og Katríu.

Kristján Pálsson

Það líður að lokum baráttunnar um forsetaembættið á Íslandi næstu fjögur árin. Baráttan hefur að mínu áliti farið að mestu heiðarlega fram. Embættið sem slíkt hefur ekki mikil völd og þarf þekkingu og lagni til að það nýtist þjóðinni og til að Ísland geti látið rödd sína heyrast í hinum stóra heimi.

Við höfum séð embættið breytast þar sem afskipti af alþjóðamálum eru orðin fyrirferðarmeiri í störfum forsetans en áður var. Þar ber hæst Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) sem forseti Íslands stofnaði árið 2013 ásamt fleiri þjóðarleiðtogum og var haldið hér á landi í tíunda sinn á síðasta ári. Var Katrín Jakobsdóttir ein af ræðumönnunum á ráðstefnunni. Það sem opnaði fyrir þennan möguleika voru tengsl þáverandi forseta Íslands við leiðtoga heimsins sem hann þekkti og hafði átt samskipti við um langan tíma.Ég hvet alla landsmenn til að kjósa þann frambjóðanda til embættis forseta Íslands sem hefur mesta reynslu og þekkingu á málefnum þjóðarinnar og leiddi hana í gegnum heimsfaraldur. Hún hefur einnig sýnt það í störfum sínum sem forsætisráðherra að hún er mannasættir. Það er ekki sjálfgefið að eiga jafn frambærilega konu í forsetaembættið og Katrín er.

Höfundur er sagnfræðingur.

Höf.: Kristján Pálsson