— AFP/Bashar Taleb
Skriðdrekasveitir Ísraelshers (IDF) hafa náð inn í miðborg Rafah á Gasasvæðinu. Hafa bryntækin m.a. sést í námunda við hina þekktu mosku al Awda. Hart hefur verið barist í og við borgina undanfarið og hafa Ísraelsmenn beitt loftárásum af miklum móð

Skriðdrekasveitir Ísraelshers (IDF) hafa náð inn í miðborg Rafah á Gasasvæðinu. Hafa bryntækin m.a. sést í námunda við hina þekktu mosku al Awda. Hart hefur verið barist í og við borgina undanfarið og hafa Ísraelsmenn beitt loftárásum af miklum móð. Ein slík olli miklu manntjóni í röðum almennra borgara og hafa talsmenn IDF sagst vera að rannsaka árásina. Telja þeir líklegt að sprengiefnageymsla hafi orðið fyrir skotum þeirra með fyrrgreindum afleiðingum.

Palestínuaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir eina milljón manns hafa flúið Rafah undanfarnar þrjár vikur. Flestir hafa ekki í nein hús að venda og eru nær algerlega án matvæla.

Þá hafa nú Noregur, Spánn og Írland formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki.