Tónleikar með dúettinum Merope og Gyðu Valtýsdóttur verða haldnir í Kornhlöðunni eða White Lotus, Bankastræti 2a, í kvöld, 29. maí, kl. 20. Merope er skipað þeim Indre Jurgeleviciute frá Litháen sem syngur og spilar á kanklés (litháíska hörpu) og flautu og Bert Cools á gítar og rafhljóð

Tónleikar með dúettinum Merope og Gyðu Valtýsdóttur verða haldnir í Kornhlöðunni eða White Lotus, Bankastræti 2a, í kvöld, 29. maí, kl. 20. Merope er skipað þeim Indre Jurgeleviciute frá Litháen sem syngur og spilar á kanklés (litháíska hörpu) og flautu og Bert Cools á gítar og rafhljóð. „Tónlist þeirra er byggð á litháískum lögum sem þau þræða í nýjan draumkenndan hljóðheim,“ segir í tilkynningu. Gyða mun flytja ný óútgefin lög af væntanlegri plötu í bland við eldri lög. Með henni spila, auk Merope, þeir Úlfur Hansson og Magnús Trygvason Elíassen.