Morgan Spurlock
Morgan Spurlock
Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock, sem þekktastur er fyrir heimildarmynd sína Super Size Me (2004), lést í New York-borg á fimmtudaginn í síðustu viku, 53 ára að aldri

Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock, sem þekktastur er fyrir heimildarmynd sína Super Size Me (2004), lést í New York-borg á fimmtudaginn í síðustu viku, 53 ára að aldri. Eins og þekkt er segir heimildarmyndin frá því þegar Spurlock borðaði ekkert nema skyndibita frá McDonalds í 30 daga. Dagblaðið New York Times hefur eftir bróður Spurlocks, Craig, að dánarorsökin hafi verið krabbamein.