— Morgunblaðið/Eggert
Almennt viðhald og steypuviðgerðir hafa staðið yfir á húsi Borgarleikhússins að undanförnu og stendur til að mála húsið í sumar. Viðgerðirnar eru nýafstaðnar að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, og verður húsið að…

Almennt viðhald og steypuviðgerðir hafa staðið yfir á húsi Borgarleikhússins að undanförnu og stendur til að mála húsið í sumar.

Viðgerðirnar eru nýafstaðnar að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, og verður húsið að hennar sögn komið í „toppstand“ fyrir haustið.

„Þannig að þegar við opnum í ágúst aftur, næsta leikár, verður allt svoleiðis „spikk og span“ að innan sem að utan,“ segir Brynhildur.