Flestir þeirra sem voru í hópferðabílnum sem valt í Rangárvallasýslu á laugardaginn eru nú á góðum batavegi. Fjórir voru enn á sjúkrahúsi í gær, en einn þeirra verður útskrifaður í dag. Jónas Yngvi Ásgrímsson, formaður ferðanefndar Lionsklúbbsins…

Flestir þeirra sem voru í hópferðabílnum sem valt í Rangárvallasýslu á laugardaginn eru nú á góðum batavegi. Fjórir voru enn á sjúkrahúsi í gær, en einn þeirra verður útskrifaður í dag.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, formaður ferðanefndar Lionsklúbbsins Dynks í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að meiðsli á fólki hafi ekki verið meiriháttar hjá stærstum hluta hópsins og að sem betur fer hafi enginn verið í lífshættu eða slasast alvarlega.

Þá hafi starfsmenn Rauða krossins bent fólki á að tala eins mikið um slysið og það mögulega gæti til þess að sinna andlegu hliðinni eftir áfallið. Hefur Dynkur efnt til opins fundar í félagsheimilinu í Brautarholti á morgun, fimmtudag, til að ræða slysið og aðstoða fólk við að takast á við eftirköst þess. » 6