Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason furðar sig á umræðum í tengslum við forsetakosningarnar og þá aðallega á þeim afskiptum sem sumir frambjóðendur virðast telja að forsetinn eigi að hafa af stjórn landsins. Hann skrifar: „Nú er ekki lengur látið við það sitja að frambjóðendur segist ætla að feta í fótspor Ólafs Ragnars heldur segjast sumir ætla að beita synjunarvaldinu gegn ákveðnum málum og gefa til kynna að þeir muni „hlusta á þjóðina“ og með umvöndunum sínum beina afgreiðslu einstakra mála í sér þóknanlegan farveg á alþingi.

Björn Bjarnason furðar sig á umræðum í tengslum við forsetakosningarnar og þá aðallega á þeim afskiptum sem sumir frambjóðendur virðast telja að forsetinn eigi að hafa af stjórn landsins. Hann skrifar: „Nú er ekki lengur látið við það sitja að frambjóðendur segist ætla að feta í fótspor Ólafs Ragnars heldur segjast sumir ætla að beita synjunarvaldinu gegn ákveðnum málum og gefa til kynna að þeir muni „hlusta á þjóðina“ og með umvöndunum sínum beina afgreiðslu einstakra mála í sér þóknanlegan farveg á alþingi.

Halla Tómasdóttir hefur til dæmis sagt: „Forseti á fyrst og fremst að hlusta á þjóðina og alla hópa samfélagsins og meta þá hvort það sé ástæða til þess að vísa málum til þjóðarinnar.“

Hvað felst í þessum orðum? Hvernig ætlar forseti að feta inn á þessar brautir?

Halla Hrund Logadóttir hefur sagt: „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta.“ Í raun er hér um innistæðulausa samsæriskenningu að ræða sem aldrei sannast því að Halla Hrund mun segja að engin tillaga hafi komið fram vegna hótunar sinnar um að stöðva málið sem forseti.

Þetta lofar ekki góðu um framtíð embættis sem er þess eðlis að sá sem þar situr ber enga ábyrgð á stjórnarathöfnunum og á því að láta aðra um þær.“