Aðsig er nálgun og ef e-ð er í aðsigi er það að nálgast. Orðið sést oftast í fylgd með einhverju óláni: óveður, asahláka, óspektir, allt upp í heimsstyrjöld er sagt í aðsigi

Aðsig er nálgun og ef e-ð er í aðsigi er það að nálgast. Orðið sést oftast í fylgd með einhverju óláni: óveður, asahláka, óspektir, allt upp í heimsstyrjöld er sagt í aðsigi. Þetta smitar náttúrlega út frá sér, svo að sumir telja ófært að nota orðið um neitt gleðilegt. En það er óþarfa feimni. M.a.s. jólin geta verið í aðsigi.