Kim Jong-un
Kim Jong-un
Allt bendir til að bilun í tæknibúnaði hafi valdið því að eldflaug Norður-Kóreu sprakk í loft upp á leið sinni út í geim. Um borð í eldflauginni var gervitungl, að líkindum hannað fyrir herinn. Ríkismiðillinn KCNA greinir frá því að prófanir með nýja tegund af eldsneyti hafi valdið sprengingunni

Allt bendir til að bilun í tæknibúnaði hafi valdið því að eldflaug Norður-Kóreu sprakk í loft upp á leið sinni út í geim. Um borð í eldflauginni var gervitungl, að líkindum hannað fyrir herinn. Ríkismiðillinn KCNA greinir frá því að prófanir með nýja tegund af eldsneyti hafi valdið sprengingunni. Í ljósi þessa telja vestrænar leyniþjónustur líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu nú að prófa sig áfram með nýja gerð mótors og hann sé að líkindum nýlega fenginn frá Rússum.

Reynist þetta rétt þá má gera ráð fyrir því að Pjongjang þrói eldflaugar sínar hraðar en áður, en rússnesk eldflaugaþekking mun hjálpa þeim mjög í allri þeirri vinnu. Engar myndir hafa þó verið birtar í KCNA af umræddri eldflaug.