Markaðsaðilar gera flestir ráð fyrir því að hlutabréfamarkaðurinn hér á landi verði heldur daufur út þetta ár og mögulega fram á það næsta. Í umfjöllun ViðskiptaMoggans í dag kemur fram að þeir markaðsaðilar sem blaðið hefur rætt við að undanförnu…

Markaðsaðilar gera flestir ráð fyrir því að hlutabréfamarkaðurinn hér á landi verði heldur daufur út þetta ár og mögulega fram á það næsta.

Í umfjöllun ViðskiptaMoggans í dag kemur fram að þeir markaðsaðilar sem blaðið hefur rætt við að undanförnu nefna tvo þætti sem vega þar þyngst, og eru háir vextir annar þeirra. Segir í umfjöllun blaðsins að með háum vöxtum bindi bæði fagfjárfestar og minni fjárfestar meiri vonir við ávöxtun á bankareikningum en á hlutabréfamarkaði.

Þá sé markaðurinn nú svo gott sem þurrausinn vegna mikilla fjárfestinga stærri aðila í Alvotech. Dæmi séu um að fjárfestar hafi þurft að losa um hluti sína í öðrum félögum eftir að þeir skuldsettu sig til að fjárfesta í Alvotech.