Skatturinn Upplýsir ekki um alla endurgreiðslustyrki frá ríkinu.
Skatturinn Upplýsir ekki um alla endurgreiðslustyrki frá ríkinu. — Morgunblaðið/sisi
Engar upplýsingar fást uppgefnar um hverjir fá meirihluta þeirrar endurgreiðslu sem ríkið veitir vegna rannsókna og þróunar ár hvert. Á síðustu sex árum hefur aðeins verið upplýst um þá sem þáðu endurgreiðslustyrki upp á 17,2 milljarða af þeim 37,4 milljörðum sem veittir hafa verið

Þorsteinn Ásgrímsson

thorsteinn@mbl.is

Engar upplýsingar fást uppgefnar um hverjir fá meirihluta þeirrar endurgreiðslu sem ríkið veitir vegna rannsókna og þróunar ár hvert. Á síðustu sex árum hefur aðeins verið upplýst um þá sem þáðu endurgreiðslustyrki upp á 17,2 milljarða af þeim 37,4 milljörðum sem veittir hafa verið.

Skatturinn upplýsir aðeins um hæstu endurgreiðslurnar ár hvert, en fyrirtæki geta verið með endurgreiðslur upp að tæplega 77 milljónum án þess að neitt komi fram um hvert sá ríkisstyrkur fer.

Þrátt fyrir þá leynd sem er yfir þessum greiðslum hefur ríkið áður greint frá ýmsum styrkjum sem veittir eru og má þar meðal annars nefna endurgreiðslu vegna framleiðslu kvikmyndaefnis, en þar eru allir styrkir sérstaklega tilgreindir. Þá ákvað fjármálaráðherra einnig að upplýsa um alla fyrirtækjastyrki vegna covid-19. Upplýsingar um styrki til einkarekinna fjölmiðla eru einnig gerðir opinberir ár hvert, auk þess sem hægt er að nálgast skattaupplýsingar einstaklinga hjá Skattinum á ákveðnum tíma árs. Endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar var komið á eftir fjármálahrunið til að ýta undir nýsköpun og byggja undir nýja stoð í atvinnulífinu. Til að byrja með var stuðningurinn á ári hverju 1-2 milljarðar, en tók svo að aukast og var hann 2,8 milljarðar árið 2017.

15 mánaða bið eftir úrskurði

Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum um öll þau fyrirtæki sem höfðu fengið endurgreiðslur á síðustu tíu árum, en beiðninni var hafnað af Skattinum. Var ákvörðunin kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fékk málið á sitt borð í janúar í fyrra. Í síðustu viku, rúmlega 15 mánuðum eftir að nefndin hafði fengið öll gögn til sín, var svo loks kveðinn upp úrskurður þar sem fallist var á afstöðu Skattsins.

Höf.: Þorsteinn Ásgrímsson