Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk fyrir skömmu í Terme Catez í Slóveníu. Alþjóðlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2.314) hafði svart gegn ungverskum kollega sínum, Laszlo Krizsany (2.334)

Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk fyrir skömmu í Terme Catez í Slóveníu. Alþjóðlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2.314) hafði svart gegn ungverskum kollega sínum, Laszlo Krizsany (2.334). 41. … H7d2+? svartur hefði haft unnið tafl eftir 41. … H1d2+! 42. Ke1 H2d4! þar eð þá er hvítur í hálfgerðri leikþröng, t.d. vinnur svartur eftir 43. Ke2 h5! 44. Hg5 Hd2+ 45. Ke1 Hd1+ 46. Ke2 H7d2+ 47. Ke3 Hd3+ 48. Ke2 Kd4! og hvítur er óverjandi mát. 42. Ke3 Hd3+ 43. Ke2 H1d2+ 44. Ke1 h5 45. Hxe4+ Kd5 46. Hh4 Hxb2 47. Hxc4 Hxg3 48. Hcd4+ Ke5 og um síðir lyktaði skákinni með jafntefli. Hinn 31. maí næstkomandi hefst fyrsta umferð Evrópumeistaramóts í skólaskák og munu nokkur íslensk börn og ungmenni taka þátt í því. Mótið er haldið í Limerick á Írlandi, sjá nánar á skak.is.