Svartur á leik
Svartur á leik
Laugardaginn 25. maí síðastliðinn skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Í upphafi tóku 11 skákmenn þátt í undankeppni en fjórir efstu keppendurnir í þeim hluta mótsins…

Laugardaginn 25. maí síðastliðinn skipulögðu CAD-bræður sterkt hraðskákmót sem bar heitið Wessman One-bikarinn en keppnin fór fram á Cernin Vínbar. Í upphafi tóku 11 skákmenn þátt í undankeppni en fjórir efstu keppendurnir í þeim hluta mótsins mættust svo í hraðskákeinvígjum, fyrst undanúrslit og svo úrslitaeinvígi. Umgjörð mótsins var vönduð og sáu Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson um skákskýringar í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum á borð við youtube. Sigurvegari undankeppninnar, Jóhann Hjartarson (2.407), hafði hér svart í þeim hluta mótsins gegn Magnús Erni Úlfarssyni (2.303) en sá síðarnefndi lék hryllilega af sér í síðasta leik, 45. Kh1-g1?? og það nýtti reynslumikli stórmeistarinn sér: 46. … Dxd6! og hvítur gafst upp. Kollegi Jóhanns, Helgi Ólafsson, stóð uppi sem sigurvegari á mótinu.