Einar Benediktsson
Einar Benediktsson
Ísland getur ekki gert þá kröfu gagnvart öðrum Norðurlandaþjóðum eða Bandaríkjunum að bera ábyrgð á landvörnum okkar.

Einar Benediktsson

Vissulega eru það söguleg tímamót að Norðurlöndin fimm geti tengst með

samstarfi vörnum Bandaríkjanna. Slíkt norrænt samstarf varð þegar að

raunveruleika við aðild Svía og Finna að NATO.

Aukin hervæðing Norðurlandanna hefur orðið á þeim stutta tíma sem liðinn er frá innrás Rússa í Úkraínu.

Það er ekki nein spurning að Ísland á að eiga hér snaran þátt enda byggist

öryggi okkar alfarið á samvinnunni við Bandaríkin og á sér hálfrar aldar gifturíka reynslu.

En þetta eru miklar breytingar. Ísland getur ekki gert þá kröfu gagnvart öðrum Norðurlandaþjóðum eða Bandaríkjunum að bera ábyrgð á landvörnum okkar. Það er lítt sæmandi sjálfstæðu og fullvalda ríki að gera þær kröfur til annarra. En hefur það ekki verið reyndin frá komu Bandaríkjahers hingað 1941? Þátttaka okkar yrði að sjálfsögðu mjög takmörkuð vegna smæðarinnar og reynsluleysis um landvarnir. Um getur verið að ræða borgaralega þjónustu, eins og bent hefur verið á í þessari umræðu.

Er nú ekki kominn tími til að stjórnmálaforysta flokkakerfis okkar taki

loksins þessi mál til alvöruumræðu? Þá er að sjálfsögðu einnig þörf á að herða okkar innra öryggi með eflingu lögreglu.

Höfundur er fyrrverandi sendiherra.