Vakt Mikil spenna er á svæðinu.
Vakt Mikil spenna er á svæðinu.
Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Kína munu um komandi helgi hittast á fundi í Singapúr til að ræða öryggis­ástandið á Suður-Kínahafi. Verður þetta í fyrsta skipti í 18 mánuði sem ráðherrarnir hittast í eigin persónu

Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Kína munu um komandi helgi hittast á fundi í Singapúr til að ræða öryggis­ástandið á Suður-Kínahafi. Verður þetta í fyrsta skipti í 18 mánuði sem ráðherrarnir hittast í eigin persónu.

Um vika er nú liðin frá því að sjóher Kína hélt umfangsmikla heræfingu í námunda við Taívan. Slíkar æfingar hafa ítrekað hindrað för skipa og flugvéla um alþjóðleg haf- og flugsvæði.

Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið mjög stirð að undanförnu. Eru báðar fylkingar sakaðar um að sýna af sér ögrandi hegðun og hafa Kínverjar m.a. sagt líkur á átökum á milli ríkjanna. Vonast menn til að með fundi ráðherrana verði hægt að slíðra sverðin og koma í veg fyrir frekari stigmögnun.