Listir Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarkona flytur erindið Óstöðugt land.
Listir Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarkona flytur erindið Óstöðugt land. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alþjóðlega ráðstefnan Myndlist og náttúra verður haldin á morgun, föstudag, á milli klukkan 9 og 17 í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er á vegum Gerðarsafns og er haldin í samstarfi við alþjóðlegu listasöfnin Louisiana (DK), Moderna Museet (SE), Beyeler Foundation (CH) og Stiftung Kunst und Natur (DE)

Alþjóðlega ráðstefnan Myndlist og náttúra verður haldin á morgun, föstudag, á milli klukkan 9 og 17 í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er á vegum Gerðarsafns og er haldin í samstarfi við alþjóðlegu listasöfnin Louisiana (DK), Moderna Museet (SE), Beyeler Foundation (CH) og Stiftung Kunst und Natur (DE).

Líkt og yfirskriftin gefur til kynna verður sjónum sérstaklega beint að tengslum myndlistar og náttúru auk þess að áhersla verður lögð á listkennslu og fræðslustarf listasafna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á meðal þess sem er á dagskrá ráðstefnunnar eru erindi um samband náttúru, listar, vísinda og heimspeki, pólitíska vistfræði í verkum listakvenna á Íslandi, fræðslustarf á mótum náttúru og myndlistar og náttúruna í verkum myndlistarmannsins Rúríar. Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnunni lokinni.

Ráðstefnan fer fram á ensku og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á vef Tix, tix.is.