Bubbi Morthens
Bubbi Morthens
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á laugardag fer fram það sem stundum er kallað lýðræðisveisla en almennt er nefnt kosningar. Lýðræðisveisla er þó ekki út í bláinn, því að lýðræðið er mikils virði og þær þjóðir sem búa við það fyrirkomulag ættu að gleðjast í hvert sinn sem þær fá að nýta kosningaréttinn. Þetta á vitaskuld einkum við um þær þjóðir þar sem lýðræðið er raunverulegt, en of mörg dæmi eru um það að lýðræðið sé lítið annað en nafnið eitt og kosningar skekktar á margan hátt.

Á laugardag fer fram það sem stundum er kallað lýðræðisveisla en almennt er nefnt kosningar. Lýðræðisveisla er þó ekki út í bláinn, því að lýðræðið er mikils virði og þær þjóðir sem búa við það fyrirkomulag ættu að gleðjast í hvert sinn sem þær fá að nýta kosningaréttinn. Þetta á vitaskuld einkum við um þær þjóðir þar sem lýðræðið er raunverulegt, en of mörg dæmi eru um það að lýðræðið sé lítið annað en nafnið eitt og kosningar skekktar á margan hátt.

En það eru ekki allir glaðir þegar dregur að kosningum og sumir fyllast heift. Þeir láta sér ekki duga stuðning við einstaka frambjóðendur eða málefnalega gagnrýni á aðra, heldur ráðast með ofstopa á bæði frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens lýsir þessu ágætlega, en hann ákvað að segja frá stuðningi sínum við Katrínu Jakobsdóttur og hefur síðan mátt þola gusur af verra taginu. Og hann spyr: „Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér?“

Svo nefnir hann dæmi sem eru þess eðlis að ekki er hægt að hafa þau eftir hér. Hvernig væri að fólk reyndi að stilla sig? Það virðist að vísu erfitt á Facebook og slíkum miðlum, en er ekki samt sjálfsagt að reyna?