Spennt Una (lengst t.v. í aftari röð) ásamt hluta leikarahópsins nýja.
Spennt Una (lengst t.v. í aftari röð) ásamt hluta leikarahópsins nýja. — Ljósmynd/Jorri
„Næsta leikár Þjóðleikhússins er nú óðum að taka á sig mynd. Glæsilegur hópur ungs fólks hefur nú bæst í leikarahópinn. Fyrir söngleikinn Storm sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar á næsta ári bætast í hópinn þau Jakob van…

„Næsta leikár Þjóðleikhússins er nú óðum að taka á sig mynd. Glæsilegur hópur ungs fólks hefur nú bæst í leikarahópinn. Fyrir söngleikinn Storm sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar á næsta ári bætast í hópinn þau Jakob van Oosterhout og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, en þau útskrifast nú í vor af leikarabraut LHÍ. Einnig koma inn í hópinn þau Salka Gústafsdóttir sem útskrifast á næsta ári frá leikarabraut, Marinó Máni Mabazza, dansari og Iðunn Ösp Hlynsdóttir. Selma Rán Lima, sem er einnig í útskriftar­hópi LHÍ, verður auk þess í nýju verki eftir Hrafnhildi Hagalín, sem kynnt verður síðar,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Leikstjóri Storms er Unnur Ösp Stefánsdóttir, en Una Torfadóttir mun fara með eitt aðalhlutverka í sýningunni. Söngleikurinn fjallar um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna, óttann við framtíðina, þrána eftir ástinni og leitina að okkur sjálfum. Aðrir leikarar verða m.a. Ebba Katrín Finnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Hildur Vala Baldursdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.