Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir.
Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir.
„Nýtt, hrífandi verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur mun flæða um Hörpu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á opnunarhátíð Listahátíðar. Í METAXIS leikur sjálft tónlistarhúsið burðarhlutverk en verkið er innsetning fyrir tvístraða hljómsveit og…

„Nýtt, hrífandi verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur mun flæða um Hörpu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á opnunarhátíð Listahátíðar. Í METAXIS leikur sjálft tónlistarhúsið burðarhlutverk en verkið er innsetning fyrir tvístraða hljómsveit og rými,“ segir í kynningu á nýjasta verki Önnu sem verður heimsfrumflutt í almenna rýminu í Hörpu á laugardaginn kemur kl. 16 og 17.

„Ólíkir hljóðfærahópar úr Sinfóníunni koma sér fyrir víðsvegar um húsið og áheyrendum gefst einstakt færi á að ganga um rýmið, kanna tónlistina og finna hvernig upplifunin breytist við hvert fótmál.“ Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen. Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða á tix.is.