Lofuð Yrsa og Ragnar eru á toppnum.
Lofuð Yrsa og Ragnar eru á toppnum.
Bækur þeirra Yrsu Sigurðardóttur og Ragnars Jónassonar þykja meðal bestu glæpasagna sem skrifaðar hafa verið á Norðurlöndunum að mati Vogue Scandinavia. Í grein sem birtist á vef tímaritsins á dögunum eru DNA eftir Yrsu og Þorpið eftir Ragnar á…

Bækur þeirra Yrsu Sigurðardóttur og Ragnars Jónassonar þykja meðal bestu glæpasagna sem skrifaðar hafa verið á Norðurlöndunum að mati Vogue Scandinavia. Í grein sem birtist á vef tímaritsins á dögunum eru DNA eftir Yrsu og Þorpið eftir Ragnar á lista yfir 19 bestu norrænu glæpasögurnar.

„Ár eftir ár taka norrænar glæpasögur yfir metsölulista á alþjóðavettvangi, og rétt eins og glæpamennirnir á síðum bókanna sýna þær engin merki þess að þær séu að gefa eftir,“ segir í greininni.

Nokkra athygli vekur að Arn­aldur Indriðason hlýtur ekki náð fyrir augum greinarhöfunda en í hópi annarra höfunda sem eiga verk á listanum eru Stieg Larsson, Jo Nesbø, Anti Tuomainen, Satu Rämö, Viveca Sten, Camilla Läckberg, Sara Blædel, Lars Kepler, Henning Mankell, Åsa Larsson, Jussi Adler-Olsen og Niklas Natt och Dag.