Þýskaland Vincent Kompany fer frá Burnley til Bayern München.
Þýskaland Vincent Kompany fer frá Burnley til Bayern München. — AFP/Oli Scarff
Belginn Vincent Kompany var í gær ráðinn knattspyrnustjóri karlaliðs Bayern München í stað Thomas Tuchels sem hætti störfum eftir tímabilið. Kompany samdi til þriggja ára en hann hefur stýrt Burnley á Englandi undanfarin tvö ár, liðið vann B-deildina fyrra árið en féll aftur í vor

Belginn Vincent Kompany var í gær ráðinn knattspyrnustjóri karlaliðs Bayern München í stað Thomas Tuchels sem hætti störfum eftir tímabilið. Kompany samdi til þriggja ára en hann hefur stýrt Burnley á Englandi undanfarin tvö ár, liðið vann B-deildina fyrra árið en féll aftur í vor. Kompany, sem er 38 ára, hóf þjálfaraferilinn hjá Anderlecht í Belgíu eftir að hafa verið fyrirliði Manchester City í átta ár og enskur meistari fjórum sinnum.