Petrína Kristín Björgvinsdóttir fæddist 18. desember 1925 á Freyjugötu 6 í Reykjavík. Hún lést 24. maí 2024.

Foreldrar hennar voru Kristín Jóhannesdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 17.5. 1891, d. 26.12. 1984 og Björgvin Guðmundsson trésmiður, f. 24.11. 1885, d. 20.2. 1971.

Systkini Petrínu voru: Björn Björgvinsson endurskoðandi, f. 12.9. 1916, d. 12.8. 1978, Guðlaug Björg Björgvinsdóttir deildarstjóri hjá Símanum, f. 29.1. 1923, d. 6.6. 1995 og María E. Björgvinsdóttir verslunarmaður, f. 29.1. 1923, d. 9.3. 1988. Sammæðra: Sigríður Hansen Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 11.6. 1915, d. 18.4. 2001. Samfeðra: María Björgvinsdóttir, f. 14.10. 1929, d. 3.3. 2013.

Petrína Kristín giftist Þóri Ólafssyni, loftskeytamanni og rafeindavirkjameistara, hinn 8. nóvember 1947. Petrína og Þórir eignuðust þrjú börn, þau Kristínu, Kolbrúnu og Ólaf. Kristín var verslunarskólagengin húsmóðir, f. 14.9. 1947, d. 3.5. 2019. Kolbrún er lífeindafræðingur, f. 11.6. 1952, sambýlismaður Hreinn Ómar Sigtryggsson rafverktaki, f. 9.5. 1952. Ólafur er guðfræðingur, f. 12.6. 1961.

Börn Kristínar eru: 1) Þórir Ólafur Skúlason tölvunarfræðingur, f. 7.3. 1966, maki Fanney Sigurgeirsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 1.3. 1965, börn þeirra eru Atli, f. 28.2. 1991, sambýliskona Rakel Þórhallsdóttir, f. 15.3. 1991, dóttir Gríma, f. 8.3. 2022. Unnur, f. 28.2. 1991, sambýlismaður Óli Sveinn Bernharðsson, f. 21.3. 1991, dóttir Melkorka Sif, f. 22.12. 2023. Borgar, f. 6.9. 1993. Vignir, f. 11.3. 1999, sambýliskona Ósk Hoi Ning Chow, f. 3.1. 2000. 2) Árni Benedikt rafvirkjameistari, f. 8.9. 1967, börn hans eru Sigurður Magnús, f. 1.9. 1989, sambýliskona Valgerður Jennýjardóttir, f. 28.1. 1985, börn þeirra eru Matthildur Yrsa, f. 19.10. 2012, Jökull Karl, f. 10.9. 2015, Rúnar Þór, f. 15.11. 2018. Petra Elísabeth, f. 24.11. 1997. Elín Kristín, f. 11.1. 2000, sambýlismaður Basir, börn þeirra eru Lavin, f. 27.3. 2017 og Aylin, f. 21.5. 2021. John Benedikt, f. 13.11. 2015.

Börn Kolbrúnar eru: 1) Birna Aronsdóttir tölvunarfræðingur, f. 28.5. 1975, maki Hrafnkell Jóhannsson pípulagnameistari, f. 18.12. 1973, börn þeirra eru: Eyrún Huld, f. 18.12. 2006 og Jóhann Aron, f. 13.8. 2009. 2) Þórir Aronsson viðskiptafræðingur, f. 19.11. 1979, maki Britt Siomka markaðsfræðingur, f. 27.10. 1980, börn þeirra eru: Saga, f. 15.6. 2016 og Nord, f. 15.1. 2020. 3) Kolbrún Aronsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 28.10. 1983, maki Einar Björgvin Eiðsson verkfræðingur, f. 6.2. 1981, börn þeirra eru: Amélie, f. 5.6. 2014 og Elise Svanhildur, f. 29.8. 2016.

Fyrstu sjö árin bjuggu Petrína og Þórir í Bergstaðastræti 30. Síðan byggðu þau sér heimili í Heiðargerði 68 í Reykjavík og bjuggu þar í 42 ár. Petrína var húsmóðir, starfaði á leikskóla og kaffistofunni hjá Almennu verkfræðistofunni.

Útför hennar fer fram í Dómkirkjunni í dag, 30. maí 2024, klukkan 15. Streymi:
http://mbl.is/go/i7m5r

Elsku amma Petra. Mikið er ég heppin að hafa fengið mörg góð ár með þér. Minnist ég allra góðra stundanna okkar í Heiðargerðinu. Þú passaðir svo vel upp á mig og varst dugleg að fylgjast með því sem ég var að gera. Þú stóðst alltaf með mér og studdir mig áfram. Þegar ég eignaðist stelpuna mína þá varst þú alltaf tilbúin til þess að passa og vera mér innan handar hvort sem ég þurfti að læra fyrir próf eða mæta í próf.

Þegar þú mættir heim til okkar þá ljómaði hún því henni fannst svo gaman að leika og tala við þig, hún fékk alla þína athygli. Þú heimsóttir okkur til Álandseyja á meðan við bjuggum þar. Þér fannst aldrei leiðinlegt að kíkja með mér á kaffihús eða versla með mér, þú þræddir með mér búð úr búð án þess að kvarta og naust þess að vera með mér. Ég á svo margar yndislegar og fallegar minningar með þér sem ég mun ávallt geyma í hjartanu mínu. Megir þú hvíla í friði, elsku amma mín.

Þitt barnabarn,

Birna.