Sjómennn Frá vinstri talið: Egill Þórðarson, Vilbergur Magni Óskarsson skipherra og Ingólfur Kristmundsson.
Sjómennn Frá vinstri talið: Egill Þórðarson, Vilbergur Magni Óskarsson skipherra og Ingólfur Kristmundsson. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gamlir sjómenn sem mynda kjarnann í Hollvinasamtökum Óðins, gamla varðskipsins, gera nú sjóklárt fyrir leiðangur á morgun, föstudag. Lagt verður af stað í morgunsárið frá Reykjavík út Faxaflóann, fyrir Garðskaga og að Stafnesi

Gamlir sjómenn sem mynda kjarnann í Hollvinasamtökum Óðins, gamla varðskipsins, gera nú sjóklárt fyrir leiðangur á morgun, föstudag. Lagt verður af stað í morgunsárið frá Reykjavík út Faxaflóann, fyrir Garðskaga og að Stafnesi. Þar verður um borð helgistund þar sem sjóslysa sem orðið hafa á þeim slóðum verður minnst. Séra Sigurður Kr. Sigurðsson prestur sér um athöfnina.

Fjórtán menn eru í áhöfn Óðins og hver verður á sínum fasta pósti í siglingu dagsins. Skipherra nú líkt og í sambærilegum ferðum á síðustu árum verður Vilbergur Magni Óskarsson, kennari við Skipstjórnarskólann og áður sjómaður hjá Landhelgisgæslunni. Þá verður með í för í dag Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, sem hefur á vettvangi sagnfræðinnar sinnt landhelgismálum og sjómannasögum.

„Skipið er í góðu standi, eins og við reyndum í stuttri siglingu hér út á sundin fyrr í vikunni,“ segir Egill Þórðarson, einn Óðinsmanna. Skipið, sem nú hefur skráningu sem safnaskip í gögnum yfirvalda, liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn. Þangað mætir fastur kjarni manna nokkrum sinnum í viku og dyttar að Óðni og verk þeirra í fyrra var alls 6.000 klukkustundir.

Hátt ber í sögunni að í febrúar 1959 fórst vitaskipið Hermóður við Stafnes með allri áhöfn. Í ferð Óðins verður þeirra sem þar fórust – og fleiri – minnst í siglingunni nú í aðdraganda sjómannadags.
sbs@mbl.is