Norður ♠ ÁK2 ♥ ÁD1064 ♦ K3 ♣ G73 Vestur ♠ G8754 ♥ 82 ♦ DG76 ♣ 96 Austur ♠ 103 ♥ KG973 ♦ 84 ♣ 8542 Suður ♠ D96 ♥ 6 ♦ Á10952 ♣ ÁKD10 Suður spilar 6♣

Norður

♠ ÁK2

♥ ÁD1064

♦ K3

♣ G73

Vestur

♠ G8754

♥ 82

♦ DG76

♣ 96

Austur

♠ 103

♥ KG973

♦ 84

♣ 8542

Suður

♠ D96

♥ 6

♦ Á10952

♣ ÁKD10

Suður spilar 6♣.

„Moyse hefði verið stoltur af samlöndum sínum.“ Óskar ugla rak augun í fallega slemmu á 4-3 fitt, sem John Hurd (suður) og Kevin Bathurst (norður) sögðu í úrslitaleik bandarísku landsliðskeppninnar. Sagnir voru blátt áfram: opnun á 1♥ í norður, svar á 2♦ í suður (geimkrafa), svo 2G-3G-4G og 6♣. Hækkun norðurs í 4G var „stofnauki“ – áskorun í slemmu með ósagðan styrk.

Samningar á 4-3 samlegu heita Moysian fit í ensku bridsmáli til heiðurs Alphonse Moyse (1897-1973), sem var ritstjóri The Bridge World um tíma. Moyse skrifaði langar ritgerðir um 4-3 fitt og hvernig best væri að athafna sig í svo viðkvæmum samningum. Hann hefði ekki þurft að hafa mörg orð um þetta spil, því laufslemman vinnst auðveldlega með því að trompa 1-2 tígla i blindum (austur má yfirtrompa). Sex grönd fóru niður á hinu borðinu.