Stjórn Magnús Geir Þórðarson tók sæti Guðrúnar Hálfdánardóttur.
Stjórn Magnús Geir Þórðarson tók sæti Guðrúnar Hálfdánardóttur. — Ljósmynd/Laufey Björk Ólafsdóttir
Tekjur Unicef á Íslandi árið 2023 námu 889.963.454 krónum og tæp 69% af tekjunum komu frá Heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum. Árið var annað tekjuhæsta ár Unicef á Íslandi í fjáröflun frá upphafi

Tekjur Unicef á Íslandi árið 2023 námu 889.963.454 krónum og tæp 69% af tekjunum komu frá Heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum. Árið var annað tekjuhæsta ár Unicef á Íslandi í fjáröflun frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unicef á Íslandi eftir ársfund sem fór fram í gær. 508 milljónum var varið í kjarnaframlög til starfsemi Unicef um allan heim. Tæpum 42 milljónum var varið til neyðar- og uppbyggingarverkefna, svo sem í Palestínu, Afganistan og á Fílabeinsströndinni, en um 78 milljónum króna til verkefna innanlands.

Frá árinu 2005 hafa kjarnaframlög frá almenningi og fyrirtækjum hér á landi numið 5,7 milljörðum króna. Enn á ný er hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sá hæsti hjá Unicef á heimsvísu en í árslok 2023 voru þeir um 24 þúsund talsins um allt land.