Nemendur í Hagaskóla afhentu á dögunum afrakstur söfnunar á góðgerðardaginn Gott mál sem haldinn var 7. maí síðastliðinn. Fjöldi gesta kom í skólann og tók þátt í margskonar viðburðum skipulögðum af nemendum og nutu veitinga þennan dag

Nemendur í Hagaskóla afhentu á dögunum afrakstur söfnunar á góðgerðardaginn Gott mál sem haldinn var 7. maí síðastliðinn. Fjöldi gesta kom í skólann og tók þátt í margskonar viðburðum skipulögðum af nemendum og nutu veitinga þennan dag. Að þessu sinni ákváðu nemendur að styrkja börn á Gasa og hjálpartækjasjóð Sindra. Nemendur skólans söfnuðu 2,9 milljónum króna sem skiptust jafnt á milli málefnanna tveggja. Sindri Pálsson mætti ásamt móður sinni og Asil al Masri, 17 ára stúlka frá Gasa sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í desember, var fulltrúi barna frá Gasa. Í tilkynningu frá Hagaskóla segir að stoltir nemendur hafi fyllt sal Hagaskóla við afhendingu styrktarfjárins.