Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tveir prestar hafa nýlega verið ráðnir til starfa við kirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu er skýrt á vefnum kirkjan.is. Séra Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli

Tveir prestar hafa nýlega verið ráðnir til starfa við kirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu er skýrt á vefnum kirkjan.is.

Séra Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli. Guðlaug Helga ólst upp á Hvolsvelli. Hún er dóttir hjónana Guðrúnar Árnadóttur og Guðlaugs Friðþjófssonar.

Hún er gift Einari Þór Hafberg, sérfræðingi í lifrarsjúkdómum og lifrarígræðslulækningum barna, og eiga þau tvær dætur, Brynhildi Guðrúnu, 14 ára, og Ísafold Örnu, 12 ára.

Guðlaug Helga útskrifaðist frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands með cand.theol.-próf árið 2009. Eftir nám starfaði hún um tíma hjá Félagsþjónustu Snæfellsbæjar.

Fjölskyldan bjó erlendis í 11 ár en eftir heimkomuna byrjaði Guðlaug Helga að vinna á leikskólanum Langholti en hóf svo störf hjá Lágafellssókn. Meðfram því var hún hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni.

Þá hefur séra Steinunn Anna Baldvinsdóttir verið ráðin prestur við Seljasókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Steinunn Anna er fædd og uppalin í Seljahverfi. Hún er dóttir hjónanna Baldvins Bjarnasonar og Kristínar Jónu Grétarsdóttur.

Steinunn Anna er einstæð tveggja barna móðir og býr með börnum sínum, níu ára og eins árs, í Seljahverfi.

Árið 2015 lauk sr. Steinunn Anna BA-gráðu með guðfræði sem aðalgrein og tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein.

Hún lauk BA-gráðu í guðfræði árið 2021 og mag. theol.-gráðu í guðfræði árið 2024.

Steinunn Anna hefur frá árinu 2014 starfað sem kirkjuvörður og æskulýðsfulltrúi í Seljakirkju.
sisi@mbl.is