50 ára Bjarki er fæddur í Danmörku og ólst upp í Meistaravík á Grænlandi og í Blommenholm rétt fyrir utan Ósló. Hann er með meistaragráðu í jarðfræði frá HÍ, en hann er líka menntaður húsasmiður, leiðsögumaður og hermaður

50 ára Bjarki er fæddur í Danmörku og ólst upp í Meistaravík á Grænlandi og í Blommenholm rétt fyrir utan Ósló. Hann er með meistaragráðu í jarðfræði frá HÍ, en hann er líka menntaður húsasmiður, leiðsögumaður og hermaður. Hann hefur verið náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands frá 2015. Áhugamálin eru ferðalög og vetraríþróttir.


Fjölskylda Anna Mjöll Guðmundsdóttir, f. 1975, ferðamálafræðingur og vinnur hjá HÍ. Dóttir þeirra er Katla Cecilia Kaldalóns, f. 2018. Foreldrar Bjarka eru Karen Oktavía Kaldalóns Jónsdóttir Friis, f. 1944, og Henrik Friis, f. 1940. Þau eru búsett í Sætre í Óslóarfirði. Bróðir Bjarka er Asger, sem býr í Lyngdal.