Sigrún Hrólfsdóttir
Sigrún Hrólfsdóttir
Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður og Kristín Ómarsdóttir rithöfundur verða í samtali um sýningu Sigrúnar Álög: Díalektísk efnishyggja eða blætisdýrkun vörunnar? í Glerhúsinu á Vesturgötu 33b í kvöld

Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður og Kristín Ómarsdóttir rithöfundur verða í samtali um sýningu Sigrúnar Álög: Díalektísk efnishyggja eða blætisdýrkun vörunnar? í Glerhúsinu á Vesturgötu 33b í kvöld. Í sýningarskrá kemur fram að Sigrún vinnur margvísleg verk, málverk, teikningar, innsetningar og gjörningalist, sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl í heiminum. Viðburðurinn hefst í kvöld klukkan 18 og stendur sýningin til 9. júní.