Ásta Fanney Sigurðardóttir
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Viðburðurinn Pølse&poesi verður haldinn í þriðja sinn í Norræna húsinu annað kvöld, síðasta föstudag maímánaðar. Á viðburðinum verður hin norræna pylsuhefð heiðruð með ljóðlestri og verður því hægt að gæða sér á norrænum pylsum og hlýða um leið á upplestur

Viðburðurinn Pølse&poesi verður haldinn í þriðja sinn í Norræna húsinu annað kvöld, síðasta föstudag maímánaðar. Á viðburðinum verður hin norræna pylsuhefð heiðruð með ljóðlestri og verður því hægt að gæða sér á norrænum pylsum og hlýða um leið á upplestur. Skáldin koma víða að frá Norðurlöndunum, það eru þau M. Seppola Simonsen frá Noregi, Minik Hansen frá Grænlandi, Beinir Bergsson frá Færeyjum og að lokum Ásta Fanney Sigurðardóttir frá Íslandi. Þema kvöldsins er Tungumál og (tak)mörk þess og verður lesið á norsku, grænlensku, íslensku, færeysku, dönsku og ensku. Pallborðsumræður að loknum upplestri fara síðan fram á ensku. Viðburðurinn hefst klukkan 17 og verður haldinn í litla viðburðaskálanum í garði Norræna hússins ef veður leyfir. Boðið verður upp á ókeypis pylsur og drykki.